Guðmundur Hákonarson Elskulegi afi minn sem var besti afi í heimi andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. október síðastliðinn. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík, í Kvíabekk. Hann missti móður sína aðeins níu mánaða gamall og fór þá í fóstur. Hann fæddist árið 1930 og var alltaf svo ljúfur og góður maður. Hann var mjög mikill útivistarmaður þegar mamma mín var ung, og eftir að ég fæddist var hann og fjölskyldan mjög oft í lautarferðum og berjamó. Þú varst orðinn svo mikið veikur þegar þú varst sendur inn á Akureyri með slæmt krabbamein að það var örugglega gott að þú fékkst að deyja og þurftir ekki að kveljast meira. En þú varst mikill spilamaður (brids) og áttir 11 bikara og óteljandi verðlaunapeninga, og hver á að kenna mér fleiri spil? En ég mun alltaf minnast þín og hjálpa ömmu í sorginni miklu.

Þín

Hanna Jóna.