HERMANN PÁLSSON

Hermann Pálsson, fv. sjómaður og bílstjóri var fæddur í Vestmannaeyjum 23. janúar 1926. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni 12. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Gunnlaugsson, f. 11. júní 1895, d. 24. janúar 1930 og Ingveldur Pálsdóttir, f. 28. maí 1900, d. 18. nóvember 1958. Systir Hermanns var Símonía Valgerður Pálsdóttir, f. 6. febrúar 1925, d. 25. febrúar 1978. Hermann kvæntist 24. desember 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Ólafsdóttur, f. 11. desember 1930 og bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru 1) Ólafur, f. 1. október 1961, kvæntur Maríu J. Ammendrup. Synir þeirra eru Páll, f. 9. apríl 1987 og Ólafur, f. 8. nóvember 1996. Þau eru búsett í Garðabæ. 2) Ingveldur, f. 26. janúar 1964, sambýlismaður Sigurður M. Jónsson. Synir Ingveldar eru Arnór og Daníel Sigurðssynir, fæddir 2. ágúst 1988. Þau eru búsett í Reykjavík. 3) Guðbjörg, f. 4. febrúar 1967, sambýlismaður Bela von Hoffmann. Þau búa í Gautaborg.

Hermann stundaði sjó um 31 árs skeið, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum, en var vörubílstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja frá 1974-1996.

Útför Hermanns Pálssonar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14.