Björn Sigurðsson Elsku afi, ég sendi þér mína hinstu kveðju í dag, þetta ljóð:

Ég sakna þín svo heitt

að svíður hjarta mitt,

sálin þín var þreytt

og gaf upp lífið sitt.Þú áttir ævi bjarta

og dvaldir lengi hér,

átt stað í mínu hjarta

þar hlýjast ávallt er.Er sorgir mínar sefast fá

og sárin græða sig,

í huga minn mun safnast þrá

og minningar um þig. Hvíldu í friði, elsku vinur.

Þín

Birna.