30. október 1999 | Íþróttir | 146 orð

Jens Martin kominn við þriðja mann

BÚIST er við að færeyski markvörðurinn Jens Martin Knudsen skrifi undir samning við Leiftur frá Ólafsfirði í dag um að hann taki við þjálfun liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirhugaður samningur til tveggja ára. Jafnframt er stefnt að því að Einar Einarsson verði aðstoðarþjálfari liðsins. Jens Martin kom til landsins í gær.


Jens Martin kominn við þriðja mann

BÚIST er við að færeyski markvörðurinn Jens Martin Knudsen skrifi undir samning við Leiftur frá Ólafsfirði í dag um að hann taki við þjálfun liðsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirhugaður samningur til tveggja ára. Jafnframt er stefnt að því að Einar Einarsson verði aðstoðarþjálfari liðsins.

Jens Martin kom til landsins í gær. Með honum í för var færeyski landsliðsmaðurinn Såmal Joensen frá Gøtu en forsvarsmenn Leifturs vilja semja við hann til tveggja ára. Såmal, sem er 24 ára varnar- og miðjumaður, hafði gert samning við Leiftur um að leika með liðinu í sumar en af því varð ekki því hann fékk sig ekki lausan frá Gøtu.

Þá hefur Leiftur sýnt færeyska leikmanninum Jens Erik Rasmussen áhuga og eru líkur til þess að hann gangi til liðs við Ólafsfjarðarliðið. Jens Erik er 31 árs miðjumaður og hefur leikið með færeyska landsliðinu.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.