5. nóvember 1999 | Minningargreinar | 215 orð

DORIS BRIEM

Doris Mildred Briem fæddist í Birmingham, Bretlandi, 17. september 1902. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 28. október 1999, þá 97 ára að aldri, eftir mánaðar sjúkrahúslegu. Foreldrar hennar voru John Davis Parker, f. 1860, d. 1942, og Emily Jane Parker, f. Reynolds, f. 1866, d. 1939. Eiginmaður hennar var dr. Helgi Pálsson Briem, sendiherra, f. á Akureyri 18. júní 1902, d. 2. ágúst 1981. Þau giftu sig 29. júní 1929. Foreldrar hans voru Páll Jakob Briem, amtmaður og alþingismaður, f. 19. október 1856, d. 17. desenber 1904 og Álfheiður Helga Briem, f. 11. nóvember 1868, d. 28. september 1962. Dóttir þeirra er Álfheiður Sylvia Briem, deildarstjóri, f. í Lissabon, Portúgal, 17. janúar 1942. Maður hennar er Magnús Pálsson, rafmagnsiðnfræðingur, f. í Reykjavík, 31. júlí 1936. Börn þeirra eru: 1) Helgi Briem Magnússson, líffræðingur, f. 5. september 1962. K.h. Þóra Emilsdóttir, prentsmiður, f. 28. júlí 1963. 2) Páll Briem Magnússon, rannsóknarlögreglumaður, f. 2. janúar 1964. K.h. Bryndís Pétursdóttir, f. 1. ágúst 1963. 3) Iðunn Doris Magnúsdóttir, sálfræðinemi, f. 22. ágúst 1966. M.h. Valgarður Guðjónsson, kerfisfræðingur, f. 8. febrúar 1959. 4) Sæunn Sylvía Magnúsdóttir, snyrtifræðingur, f. 14. október 1970. M.h. Friðjón Hólmbertsson, sölustjóri, f. 11. desember 1969. Að auki lætur Doris eftir sig 10 barnabarnabörn.

Útför Dorisar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.