BANDARÍSKUR alríkisdómari úrskurðaði í gærkvöldi að stórfyrirtækið Microsoft hefði beitt einokunarvaldi á markaði stýrikerfa fyrir einstaklingstölvur. Sérfræðingar sem kynntu sér úrskurðinn sögðu að hann væri bandarískum stjórnvöldum mjög í hag.

Dómarinn kvað upp úrskurð um hvaða málsatriði hefðu verið sönnuð í réttarhöldunum sem hafa staðið 76 daga. Búist er við að hann úrskurði síðan eftir nokkra mánuði hvort Microsoft hafi brotið lög um auðhringavarnir.