TÖLVUNOTENDUM gefst nú kostur á ókeypis tölvupósti á Visi.is. Um nýja þjónustu er að ræða þar sem hver og einn fær sitt eigið netfangi á Visi.is, t.d. Siggaþvisir.is. Það eina sem notendur visis.is þurfa að gera er að skrá sig.

Sú þjónusta sem Visir.is fer hér af stað með er þeim kunn sem hafa reynslu af erlendum þjónustusvæðum á Netinu. Þar sem þjónusta Visis.is er öll á íslensku er óhætt að segja að fyrir almenning er hún einfaldari og aðgengilegri en erlenda þjónustan. Hægt er að nálgast þennan tölvupóst hvar sem er í veröldinni svo fremi að notandinn hafi aðgang að veraldarvefnum.

Ýmis viðbótarþjónusta er einnig í boði, eins og tölvupóstsía sem flokkar burt ruslpóst og sjálfvirk svarþjónusta þegar þess er óskað eins og t.d. þegar notendur eru í fríi og ná ekki að svara pósti jafnharðan. Ef notendur óska þess er tölvupósti eytt sjálfkrafa og hann flokkaður eftir þörfum þeirra.

Gestir Visis.is sem nýta sér þjónustu Frípóstsins geta einnig geymt drög að bréfum og jafnframt býðst áhugasömum að tengjast í gegnum Frípóstinn spjallrásum sem þekktar eru undir skammstöfunum ICQ.

Frípóstinn má finna á slóðinni www.visir.is.