m þessar mundir eiga félagasamtök hjúkrunarfræðinga 80 ára afmæli. Þessa verður minnst með hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16.00 til 18.00. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

m þessar mundir eiga félagasamtök hjúkrunarfræðinga 80 ára afmæli. Þessa verður minnst með hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16.00 til 18.00. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún var spurð hvert hafi verið upphaf félagsins. "Í nóvember árið 1919 stofnuðu sex hjúkrunarkonur Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Árið 1960 breyttist nafn félagsins í Hjúkrunarfélag Íslands eftir að fyrstu karlmennirnir fengu inngöngu. Árið 1978 í desember var stofnað nýtt félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi, Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem starfaði samhliða Hjúkrunarfélagi Íslands þar til félögin voru sameinuð 1994, það er ástæðan fyrir því að við tölum nú um afmæli félagasamtaka hjúkrunarfræðinga." -Hefur starf hjúkrunarfræðinga ekki breyst mikið á þessum 80 árum? "Vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga hafa breyst gífurlega á þessum tíma, en baráttumál Félags íslenskra hjúkrunarkvenna eins og þau voru sett fram árið 1919 eru um margt lík því sem hjúkrunarfræðingar eru að fást við enn þann dag í dag. Eitt af helstu baráttumálum félagsins í upphafi voru menntunarmál hjúkrunarfræðinga. Félagið gerði strax kröfur um að íslenskir hjúkrunarfræðingar hlytu þá bestu mögulegu menntun sem unnt væri að veita. Áður en Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður 1931 fólst nám hjúkrunarfræðinga í tveggja ára námi á sjúkrastofnunum auk þess sem krafist var að þær lykju 18 mánuðum á sjúkrastofnunum í Danmörku. Hugmyndafræðin að baki hjúkrunarstarfsins var einnig svipuð þá og nú en hjúkrunarfræðingar hafa alltaf lagt mikla áherslu á heilsuvernd og fyrirbyggjandi starf. Eitt almerkilegasta starf íslenskra hjúkrunarkvenna og annarra kvenna að auki á þessari öld var stofnun og rekstur hjúkrunarfélagsins Líknar, sem algerlega var rekið af konum. Frumkvöðull að stofnun Líknar sem einnig var frumkvöðull að stofnun Félags íslenskra hjúkrunarkvenna var Kristophine Bjarnhéðinsson, en hún var fyrsta fullærða hjúkrunarkonan á Íslandi." -Var Líkn lengi við lýði? "Líkn var stofnað árið 1915 og var rekið til ársins 1956. Þá fluttist starfsemi Líknar til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, og þá töpuðu konur í reynd þeim völdum sem þær höfðu haft yfir þessari þjónustu. Markmið Líknar var að veita ókeypis hjúkrunarþjónustu heima fyrir. Auk umönnunar sjúkra var það einnig hlutverk hjúkrunarkvennanna sem störfuðu hjá Líkn að veita sjúklingunum og fjölskyldum þeirra fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og hvernig vinna mætti gegn útbreiðslu sjúkdóma. Þarna var lagður grunnur að ungbarnaeftirliti og mæðravernd sem er ríkjandi í heilbrigðiskerfinu í dag." -Hver er staða hjúkrunarfræðinga í dag innan heilbrigðiskerfisins? "Hjúkrunarfræðingar nútímans sem stétt eru sterkir og samtök þeirra eru voldug. Rödd hjúkrunarfræðinga heyrist vel við alla stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. Menntun hjúkrunarfræðinga er góð í dag eða fjögurra ára háskólanám. Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur einnig hlotið meistarapróf í hjúkrun og á annan tug hafa lokið eða eru við það að ljúka doktorsprófi. Hjúkrunarfræðingar eru hins vegar ekki ánægðir með þá aðstöðu sem námi þeirra er búin í háskólum landsins. Það er viðvarandi skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og deildirnar í háskólunum hafa búið við mjög þröngan kost hvað hinn fjárhagslega ramma snertir. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skoraði í vor á stjórnvöld að auka fjármagn vegna náms í hjúkrunarfræði þannig að hægt yrði að auka nemendafjöldann um að minnsta kosti 30 til 40 nemendur á ári, frá því sem nú er. Ég held varðandi framtíðarsýn að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eigi eftir að breytast á næstu öld vegna hinna stórstígu tækniframfara sem nú eiga sér stað ekki síst hvað varðar samskiptatækni. Sú tækni kemur til með að rjúfa þá faglegu einangrun sem hjúkrunarfræðingar hafa til þessa búið við á landsbyggðinni. Á nýrri heimasíðu félagsins stendur til að byggja upp samskiptanet fyrir hjúkrunarfræðinga um allt land." Herdís Sveinsdóttir fæddist árið 1956 í Reykjavík. Hún lauk BSc.-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1981, meistaragráðu frá University of Michigan 1987 og hefur verið í doktorsnámi við háskólann í Umeå í Svíþjóð frá því í júní 1996. Að loknu hjúkrunarnámi starfaði Herdís á Landspítala og Borgarspítala. Frá hausti 1987 hefur hún verið í fullu starfi við HÍ, dósent frá því 1991. Samhliða störfum sínum við HÍ hefur Herdís unnið tímabundið við Landspítalann. Hún var í fimm ár formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði. Sem stendur er Herdís formaður stjórnar Rannsóknastofu í kvennafræðum. Hún er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís er gift Rolf E. Hanssyni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs.

m þessar mundir eiga félagasamtök hjúkrunarfræðinga 80 ára afmæli. Þessa verður minnst með hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16.00 til 18.00. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún var spurð hvert hafi verið upphaf félagsins. "Í nóvember árið 1919 stofnuðu sex hjúkrunarkonur Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Árið 1960 breyttist nafn félagsins í Hjúkrunarfélag Íslands eftir að fyrstu karlmennirnir fengu inngöngu. Árið 1978 í desember var stofnað nýtt félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi, Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem starfaði samhliða Hjúkrunarfélagi Íslands þar til félögin voru sameinuð 1994, það er ástæðan fyrir því að við tölum nú um afmæli félagasamtaka hjúkrunarfræðinga." -Hefur starf hjúkrunarfræðinga ekki breyst mikið á þessum 80 árum? "Vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga hafa breyst gífurlega á þessum tíma, en baráttumál Félags íslenskra hjúkrunarkvenna eins og þau voru sett fram árið 1919 eru um margt lík því sem hjúkrunarfræðingar eru að fást við enn þann dag í dag. Eitt af helstu baráttumálum félagsins í upphafi voru menntunarmál hjúkrunarfræðinga. Félagið gerði strax kröfur um að íslenskir hjúkrunarfræðingar hlytu þá bestu mögulegu menntun sem unnt væri að veita. Áður en Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður 1931 fólst nám hjúkrunarfræðinga í tveggja ára námi á sjúkrastofnunum auk þess sem krafist var að þær lykju 18 mánuðum á sjúkrastofnunum í Danmörku. Hugmyndafræðin að baki hjúkrunarstarfsins var einnig svipuð þá og nú en hjúkrunarfræðingar hafa alltaf lagt mikla áherslu á heilsuvernd og fyrirbyggjandi starf. Eitt almerkilegasta starf íslenskra hjúkrunarkvenna og annarra kvenna að auki á þessari öld var stofnun og rekstur hjúkrunarfélagsins Líknar, sem algerlega var rekið af konum. Frumkvöðull að stofnun Líknar sem einnig var frumkvöðull að stofnun Félags íslenskra hjúkrunarkvenna var Kristophine Bjarnhéðinsson, en hún var fyrsta fullærða hjúkrunarkonan á Íslandi." -Var Líkn lengi við lýði? "Líkn var stofnað árið 1915 og var rekið til ársins 1956. Þá fluttist starfsemi Líknar til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, og þá töpuðu konur í reynd þeim völdum sem þær höfðu haft yfir þessari þjónustu. Markmið Líknar var að veita ókeypis hjúkrunarþjónustu heima fyrir. Auk umönnunar sjúkra var það einnig hlutverk hjúkrunarkvennanna sem störfuðu hjá Líkn að veita sjúklingunum og fjölskyldum þeirra fræðslu um heilbrigða lifnaðarhætti og hvernig vinna mætti gegn útbreiðslu sjúkdóma. Þarna var lagður grunnur að ungbarnaeftirliti og mæðravernd sem er ríkjandi í heilbrigðiskerfinu í dag." -Hver er staða hjúkrunarfræðinga í dag innan heilbrigðiskerfisins? "Hjúkrunarfræðingar nútímans sem stétt eru sterkir og samtök þeirra eru voldug. Rödd hjúkrunarfræðinga heyrist vel við alla stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. Menntun hjúkrunarfræðinga er góð í dag eða fjögurra ára háskólanám. Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur einnig hlotið meistarapróf í hjúkrun og á annan tug hafa lokið eða eru við það að ljúka doktorsprófi. Hjúkrunarfræðingar eru hins vegar ekki ánægðir með þá aðstöðu sem námi þeirra er búin í háskólum landsins. Það er viðvarandi skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og deildirnar í háskólunum hafa búið við mjög þröngan kost hvað hinn fjárhagslega ramma snertir. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skoraði í vor á stjórnvöld að auka fjármagn vegna náms í hjúkrunarfræði þannig að hægt yrði að auka nemendafjöldann um að minnsta kosti 30 til 40 nemendur á ári, frá því sem nú er. Ég held varðandi framtíðarsýn að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eigi eftir að breytast á næstu öld vegna hinna stórstígu tækniframfara sem nú eiga sér stað ekki síst hvað varðar samskiptatækni. Sú tækni kemur til með að rjúfa þá faglegu einangrun sem hjúkrunarfræðingar hafa til þessa búið við á landsbyggðinni. Á nýrri heimasíðu félagsins stendur til að byggja upp samskiptanet fyrir hjúkrunarfræðinga um allt land." Herdís Sveinsdóttir fæddist árið 1956 í Reykjavík. Hún lauk BSc.-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1981, meistaragráðu frá University of Michigan 1987 og hefur verið í doktorsnámi við háskólann í Umeå í Svíþjóð frá því í júní 1996. Að loknu hjúkrunarnámi starfaði Herdís á Landspítala og Borgarspítala. Frá hausti 1987 hefur hún verið í fullu starfi við HÍ, dósent frá því 1991. Samhliða störfum sínum við HÍ hefur Herdís unnið tímabundið við Landspítalann. Hún var í fimm ár formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði. Sem stendur er Herdís formaður stjórnar Rannsóknastofu í kvennafræðum. Hún er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís er gift Rolf E. Hanssyni og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs.