MÁNUDAGINN 8. nóvember nk. situr Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fund forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi. Ísland er nú í formennsku í norrænu ráðherranefndinni.

MÁNUDAGINN 8. nóvember nk. situr Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fund forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi. Ísland er nú í formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Síðdegis sama dag verður haldinn fundur norrænu forsætisráðherranna með forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna.

Daginn eftir, hinn 9., situr forsætisráherra síðan þing Norðurlandaráðs.