Á FUNDI leikskólastjóra í Reykjavík, sem haldinn var að Grettisgötu 89 fimmtudaginn 4. nóvember 1999 var samþykkt eftirfarandi ályktun. "Vegna umfjöllunar undanfarið um starfsmannavanda í leikskólum Reykjavíkur, viljum við benda á eftirfarandi.

Á FUNDI leikskólastjóra í Reykjavík, sem haldinn var að Grettisgötu 89 fimmtudaginn 4. nóvember 1999 var samþykkt eftirfarandi ályktun.

"Vegna umfjöllunar undanfarið um starfsmannavanda í leikskólum Reykjavíkur, viljum við benda á eftirfarandi. Vandinn er ekki leikskólanna heldur samfélagsins. Leikskólastjórar mótmæla þeim hugmyndum sem fram hafa komið til lausnar vandans, sem eru aðeins tímabundin úrræði og til þess eins fallin að rýra gæði leikskólastarfsins. Taka ber á rót vandans með þeim hætti að starfsfólkið fái greidd mannsæmandi laun."