ÁREKSTUR tveggja bifreiða varð þriðjudaginn 26. október um kl. 13 á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þarna var um að ræða bifreiðar af gerðinni Daihatsu Charade, árgerð 1988, rauða að lit og Mazda 626, árgerð 1988, ljósbrúna að lit. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna og er því leitað eftir vitnum að árekstrinum og þau beðin um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík.