SAFNAÐARFÉLAG St. Jósefskirkju heldur árlega hlutaveltu, markað, basar og kaffisölu sunnudaginn 7. nóvember kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði.

Þessi árlegi atburður er til styrktar félagssjóði safnaðarfélagsins sem m.a. stendur að kaupum á munum til kirkjunnar. Auk þess sem fyrrverandi sóknarprestur, sr. Hjalti Þorkelsson, gaf kirkjunni skírnarfont og prédikunarstól, vantar að kaupa kirkjuklukku og altaristöflu. Áður hefur t.d. orgel verið keypt.

Sunnudagsmessan 7. nóvember verður kl. 14 en basarinn og kaffisalan opna ekki fyrr en að messu lokinni.

Hlutaveltan verður á ganginum fyrir framan kirkjuna sem og basarinn, kaffisala er svo í safnaðarheimilinu á neðri hæðinni en markaðurinn á efri hæð þess.