NÝR leikskóli er risinn á Grenivík en byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi. Húsnæðið er 150 fermetrar að stærð og það voru einmitt leikskólabörn á Grenivík sem tóku fyrstu skóflustunguna að skólanum í ágúst sl.

NÝR leikskóli er risinn á Grenivík en byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi. Húsnæðið er 150 fermetrar að stærð og það voru einmitt leikskólabörn á Grenivík sem tóku fyrstu skóflustunguna að skólanum í ágúst sl.

Húsið var gert fokhelt á dögunum en Jónas Baldursson bóndi og byggingameistari sagði að verkinu yrði lokið fyrir sauðburð næsta vor. Hann sagði framkvæmdir hafa gengið vel enda veðrið verið byggingamönnum hagstætt.

Leikskóli hefur verið starfræktur í gömlu verslunarhúsnæði KEA á Grenivík sl. 16 ár en í upphafi var áætlunin að vera í því húsnæði aðeins til bráðabirgða. Á myndinni eru starfsmenn Jónasar við vinnu sína.