TRYGGVI Gunnarsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn umboðsmaður Alþingis í stað Gauks Jörundssonar á þingfund á fimmtudag, og gildir kjörtímabil Tryggva frá 1. janúar árið 2000 til 31. desember 2003.

TRYGGVI Gunnarsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn umboðsmaður Alþingis í stað Gauks Jörundssonar á þingfund á fimmtudag, og gildir kjörtímabil Tryggva frá 1. janúar árið 2000 til 31. desember 2003.

Kosningin skrifleg og fékk Tryggvi 40 atkvæði í kjörinu en Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður 3. Segir í lögum um umboðsmann Alþingis að hann skuli uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og jafnframt að hann megi ekki vera alþingismaður.

Tryggvi hefur verið settur umboðsmaður Alþingis frá 1. nóvember 1998, eða frá því Gaukur tók sæti í Mannréttindadómstóli Evrópu. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1955.