FJÖLSKYLDUDAGUR verður í Gjábakka laugardaginn 6. nóvember og hefst dagskráin kl. 14. Flytjendur eru fólk á öllum aldri.

Samkór Kópavogs syngur nokkur lög undir stjórn Dagrúnar Kristjánsdóttur, Friðrik Friðriksson leikari bregður sér í gervi Péturs Pan. Einsöngur og fleira verður á dagskrá.

Aðgangseyrir er engin en vöfflukaffi verður selt í hléi. Allir velkomnir.