QUAKE þykir magnaður leikur og margir oriðið til að nefna hann besta og áhrifamesta tölvuleik allra tíma.

QUAKE þykir magnaður leikur og margir oriðið til að nefna hann besta og áhrifamesta tölvuleik allra tíma. Mót í Quake njóta sífellt meiri vinsælda, en reglulega hafa verið haldin svonefnd Skjálftamót hér á landi þar sem menn etja kappi í Quake, ýmist í póstaleik eða hreinræktaðri hólmgöngu. Fyrir stuttu hélt Síminn Internet Skjálftakeppni og dugði ekki minna en íþróttasalur Digranesskóla til að rúma alla keppendur, á þriðja hundrað. Sigurvegari í einstaklingskeppni var Vulcanus (Hux), í CTF-póstaleik sigraði Murk, í DMFFA-sláturtíð Uno (Hux) en Ice-a sigraði í AQTP og DMTP.

QUAKE þykir magnaður leikur og margir oriðið til að nefna hann besta og áhrifamesta tölvuleik allra tíma. Mót í Quake njóta sífellt meiri vinsælda, en reglulega hafa verið haldin svonefnd Skjálftamót hér á landi þar sem menn etja kappi í Quake, ýmist í póstaleik eða hreinræktaðri hólmgöngu. Fyrir stuttu hélt Síminn Internet Skjálftakeppni og dugði ekki minna en íþróttasalur Digranesskóla til að rúma alla keppendur, á þriðja hundrað. Sigurvegari í einstaklingskeppni var Vulcanus (Hux), í CTF-póstaleik sigraði Murk, í DMFFA-sláturtíð Uno (Hux) en Ice-a sigraði í AQTP og DMTP.