BERGMÁL, líknar- og vinafélag, verður með grænmetisréttahlaðboð í Hamrahlíð 17 kl. 16-20 sunnudaginn 7. nóvember (matsalurinn 2. hæð).

Boðið verður upp á bollur, buff, bökur, búðinga og pottrétt ásamt sósum og salati og fleira góðgæti, m.a. heimabökuð brauð. Verð er 1.000 kr. fyrir manninn sem rennur óskipt til styrktar orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúklinga og aðra langveika sem Bergmál býður til að Sólheimum í Grímsnesi á sumri komanda eins og undanfarin ár.

Jólakort Bergmáls verða einnig til sölu á staðnum.