NÁMSKEIÐ á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um einhverfu og skyldar þroskaraskanir verður haldið í Gerðubergi 9. og 10. nóvember.

NÁMSKEIÐ á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um einhverfu og skyldar þroskaraskanir verður haldið í Gerðubergi 9. og 10. nóvember. Um er að ræða grunnnámskeið sem er bæði ætlað aðstandendum og þeim sem sinna þjálfun, kennslu og meðferð barna með einhverfu. Tekið verður mið af þörfum yngri barna og fjölskyldna þeirra.

Meðal efnis eru grunnatriði einhverfu, greining, þróun og horfur. Einnig verður fjallað um þjónustu, meðferð og árangur og sýnt verður nýútkomið íslenskt myndband um hegðunareinkenni einhverfu. Markmið námskeiðsins er að efla skilning og þekkingu á þörfum barna með einhverfu og auka gæði þeirrar þjónustu sem þessum hópi er veitt.

Fyrirlesarar á námskeiðinu eru fimm og eru allir sérfræðingar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins á sviði 4, Einhverfa og málhamlanir. Námskeiðið er alls 12 kennslustundir. Upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu greiningarstöðvar: www.greining.is