BEITISKIPTIÐ Potjomkin verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. nóvember kl. 15.

Mynd þessa gerði Sergei Eisenstein 1925 og sótti efnið í uppreisn sjóliða á einu skipa Svartahafsflota Rússlandskeisara um 20 árum áður. Fyrir þess kvikmynd hlaut Eisenstein alþjóðlega viðurkenningu sem brautryðjandi í kvikmyndagerð og myndin hefur lengi verið í tölu sígildra verka.

Beitiskiptið Potjomkin var gerð á tímum þöglu kvikmyndanna en sú útgáfa myndarinnar sem sýnd er í MÍR er frá sjöunda áratugnum og hljóðsett með tónlist eftir rússneska tónskáldið Vladimir N. Krjúkov.

Skýringartextar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.