Kristján og Reynir Akureyrarmeistarar. Akureyrarmóti í tvímenning lauk síðasta þriðjudag. Öruggir sigurvegarar urðu Reynir Helgason og Kristján Guðjónsson með 109 stig. Þrjú pör börðust fram í síðasta spil um önnur verðlaunasæti. Pörin sem enduðu í 3.

Kristján og Reynir Akureyrarmeistarar.

Akureyrarmóti í tvímenning lauk síðasta þriðjudag. Öruggir sigurvegarar urðu Reynir Helgason og Kristján Guðjónsson með 109 stig. Þrjú pör börðust fram í síðasta spil um önnur verðlaunasæti. Pörin sem enduðu í 3. og 4. sæti voru jöfn fyrir síðustu umferð og spiluðu þá saman. Endanleg röð næstu para varð þannig:

Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 83

Stefán Vilhjálmsson - Haukur Jónsson 77

Sveinn T. Pálsson - Páll Jónsson 73

Hilmar Jakobsson - Ævar Ármannsson 44

Næstu þriðjudagskvöld er spilaður léttur og skemmtilegur tveggja kvölda tvímenningur hjá BA. Allir eru hjartanlega velkomnir og upplagt fyrir þá sem ekki hafa verið með að staðaldri undanfarið að slást nú í hópinn. Þátttöku má tilkynna til Ragnheiðar, hs. 4622473 eða Ólafs, hs. 4624120 eða mæta tímanlega á spilastað.

Sem fyrr er spilað í Hamri við Skarðshlíð og einnig er spilaður eins kvölds tvímenningur öll sunnudagskvöld. Þau sem þess óska geta þá fengið aðstoð og leiðsögn í brids. Spilamennska hefst alltaf kl. 19.30.