FYRRI vélasamstæða Sultartangavirkjunar var tengd við raforkukerfi Landsvirkjunar í gærkvöldi og hófst þá framleiðsla rafmagns þar í fyrsta sinn.

FYRRI vélasamstæða Sultartangavirkjunar var tengd við raforkukerfi Landsvirkjunar í gærkvöldi og hófst þá framleiðsla rafmagns þar í fyrsta sinn.

Að sögn Guðmundar Péturssonar verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun gekk allt að óskum við framleiðsluna en mikil spenna var meðal viðstaddra þegar tæknimenn stilltu saman rafal og raforkukerfið en óhapp við þá aðgerð getur leitt til sprengingar. Álagsprófanir verða gerðar á næstu dögum. Vélasamstæðan á að geta framleitt um 65 megavött af rafmagni en virkjunin mun framleiða 130 megavött þegar báðar vélasamstæðurnar verða komnar í gagnið. Ráðgert er að raforkuframleiðsla hefjist af fullum krafti eftir viku.

Á myndinni eru frá vinstri: Símon Unndórsson, Heinz Meschitz, Guðmundur Pétursson og Aidan Brennan.