ÚRSKURÐARNEFND um áfengismál telur að borgaryfirvöld hafi ekki farið að lögum er þau frestuðu afgreiðslu á umsókn Keikos ehf.

ÚRSKURÐARNEFND um áfengismál telur að borgaryfirvöld hafi ekki farið að lögum er þau frestuðu afgreiðslu á umsókn Keikos ehf. um áfengisleyfi fyrir Club Clinton í Aðalstræti í Reykjavík og hefur því lagt fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að afgreiða án tafar umsóknina.

Í úrskurði nefndarinnar segir að meðferð umsóknar Keikos ehf. hafi dregist úr hömlu hjá Reykjavíkurborg, og fyrir liggi að Reykjavíkurborg hafi haft allar forsendur til að afgreiða beiðni Keikos ehf. hinn 10. ágúst, er málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs.