LÍKUR eru til þess að Jón Grétar Ólafsson, leikmaður Víkings í knattspyrnu, verði leigður til belgíska 3. deildarliðsins Kermt. Jón Grétar lék 12 leiki með Víkingum í efstu deild í sumar og skoraði fimm mörk.

LÍKUR eru til þess að Jón Grétar Ólafsson, leikmaður Víkings í knattspyrnu, verði leigður til belgíska 3. deildarliðsins Kermt. Jón Grétar lék 12 leiki með Víkingum í efstu deild í sumar og skoraði fimm mörk.

Ekki hefur verið gengið frá því að Jón Grétar fari til Belgíu en ef Víkingar ná samningum við Kermt verður hann ytra í vetur og kemur aftur í vor. Kermt er í fimmta sæti b-riðils 3. deildar, en deildinni er skipt í tvo riðla.