Elsa Sigfúss var íslenzk söngkona sem bæði var þekkt og vinsæl fyrr á öldinni, en er kannski farin að fyrnast. Hún fór í tónleikaferð um Norðurland sumarið 1933 ásamt með foreldrum og systkinum og hún hélt dagbók í ferðinni.

Elsa Sigfúss

var íslenzk söngkona sem bæði var þekkt og vinsæl fyrr á öldinni, en er kannski farin að fyrnast. Hún fór í tónleikaferð um Norðurland sumarið 1933 ásamt með foreldrum og systkinum og hún hélt dagbók í ferðinni. Bjarki Sveinbjörnsson hefur unnið uppúr dagbókinni, en bæði hún og myndirnar úr ferðinni bregða ljósi á þá miklu breytingu sem orðið hefur á 66 árum.

Landnámsjörðin Bessastaðir

í Fljótsdal er umfjöllunarefni Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum og fyrsta grein af þrem sem fjalla um höfuðból í Fljótsdal. Hin eru Valþjófsstaður og Skriðuklaustur, en allar þessar jarðir liggja saman og mynda kjarna sveitarinnar.

(Bragi)

Moy Keighton

hét ensk myndlistarkona sem lézt nýlega og hafði oft farið í Íslandsferðir þar sem hún fann myndefni, allrahelst uppi á víðáttum hálendisins. Hafdís Bennet skrifar um þessa lítt þekktu en góðu listakonu.

FORSÍÐUMYNDIN

er af húsi í göngugötunni á Akureyri sem ævinlega vekur athygli gesta. Þetta er Hafnarstræti 96, sem frá upphafi hefur heitið París, en Sigvaldi Þorsteinsson kaupmaður byggði það 1913. Þar hefur alltaf verið verzlun og nú er þar á jarðhæð veitingahúsið Bláa kannan og blómabúð. Breytingarnar að innanverðu eru svo til fyrirmyndar má telja. Að þeim hafa staðið hjónin Sigmundur Rafn Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir sem eiga húsið og búa í því. Hafa þau fengið viðurkenningu Menningarmálanefndar Akureyrar fyrir endurgerð hússins. Ljósmynd:GS.