NÆSTKOMANDI miðvikudag kl. 13:15-15:00 verður kynning á Grand Hótel á nýrri útgáfu Informix-gagnasafnskerfisins, Informix Internet Foundation.2000 (IIF.2000). Kynningin er á vegum Strengs hf., umboðsaðila Informix á Íslandi.

NÆSTKOMANDI miðvikudag kl. 13:15-15:00 verður kynning á Grand Hótel á nýrri útgáfu Informix-gagnasafnskerfisins, Informix Internet

Foundation.2000 (IIF.2000). Kynningin er á vegum Strengs hf., umboðsaðila Informix á Íslandi.

Í fréttatilkynningu frá Streng kemur fram að gagnagrunnar geymi ekki lengur einungis tölur og texta heldur visti menn skjöl, ljósmyndir, hljóð, kvikmyndir og heilu vefina í Informix-gagnagrunnum. IIF.2000 er fyrsti gagnagrunnurinn sem styður beint Java, ActiveX og COM+. Að auki er IIF.2000 einstakur að því leyti að mögulegt er að gera hvaða gögn eða forrit sem er aðgengileg úr grunninum í gegnum venjulegar SQL-fyrirspurnir (t.d. skrár og skráarkerfi, stórtölvur (CICS) og stimpilklukkur) með svokölluðu "Virtual Table Interface".

Paul Brown, sem er einn af hönnuðum Informix Internet Foundation.2000, mun á kynningarfundinum kynna stefnu Informix, útskýra helstu nýungar fyrirtækisins og kynna InformixInternet Foundation.2000 ásamt sýnidæmum.