MÚSSA/Moussa opnar sýningu á vatnslitamyndum sínum í dag, laugardag, kl. 14, í eigin sýningarsal á Selvogsgrunni 19 (bakhús). Á sýningunni eru níu myndir málaðar á undanförnum þremur árum.

MÚSSA/Moussa opnar sýningu á vatnslitamyndum sínum í dag, laugardag, kl. 14, í eigin sýningarsal á Selvogsgrunni 19 (bakhús).

Á sýningunni eru níu myndir málaðar á undanförnum þremur árum. Hljómgrunnur myndanna á sýningunni er klassísk tónlist, eins og allar myndir hennar. Að þessu sinni Beethovens, Bachs og Rachmaninoffs.

Sýningin er sölusýning og aðeins opin þessa einu helgi kl. 14-18, báða dagana.