Góð aðsókn hefur verið á sýningar á söngleiknum Rocky Horror Show sem nú standa yfir hjá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Sýnt er í Hótel Valaskjálf. Um fimmtíu manns koma að sýningunni og eru flestir þeirra nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum.

Góð aðsókn hefur verið á sýningar á söngleiknum Rocky Horror Show sem nú standa yfir hjá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Sýnt er í Hótel Valaskjálf. Um fimmtíu manns koma að sýningunni og eru flestir þeirra nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum.

Með helstu aðalhlutverk fara: Þorsteinn Helgi Árbjörnsson en hann leikur Frank N'Further, Helga Jóna Jónasdóttir leikur Janet, Þórður Ingi Guðmundsson fer með hlutverk Brads, Vígþór Sjafnar Zóphaníasson leikur Riff Raff, Þórunn Gréta Sigurðardóttir leikur Magentu, Ólafur Ágústsson fer með hlutverk Rockys, Oddný Ólafía Sævarsdóttir leikur Columbiu, Hafþór Snjólfur Helgason leikur Eddie og Sigurður Borgar Arnaldsson leikur dr. Scott. Sögumaður er Björgvin Gunnarsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.

Nemendur byrjuðu að æfa fyrir sýninguna í september og þau bjuggu til sviðsmyndina sjálf og hönnuðu einnig búningana, en flestir búningar eru gerðir úr dekkjaslöngum. Kórstjóri er Aðalheiður Borgþórsdóttir og tónlistarstjóri er Hafþór Snjólfur Helgason en hann útsetti einnig lögin. Hljómsveitina skipa, auk Hafþórs, Ingimar Guðmundsson, Kári Kolbeinsson, Óli Rúnar Jónsson, Ragnar Jónsson og Sindri Freyr Sigurðsson. Sýningar eru í fullum gangi og verða það eitthvað fram eftir nóvembermánuði. Haldnar eru sérstakar skólasýningar fyrir efri bekki grunnskólanna á Austurlandi.