Þegar haustvindar bæra rauðu valmúana á akrinum heyrist veikur ómur úr hræddu fuglshjarta þá fljúga farfuglar í suðurátt Þegar valmúinn fellir rauð blöðin á akrinum er ferðin hafin haustlaufin kveðja sumarið eins og lævís minkur læðist vetrardrunginn að...

Þegar haustvindar

bæra rauðu valmúana

á akrinum

heyrist veikur ómur

úr hræddu fuglshjarta

þá fljúga farfuglar

í suðurátt

Þegar valmúinn fellir

rauð blöðin á akrinum

er ferðin hafin

haustlaufin kveðja sumarið

eins og lævís minkur

læðist vetrardrunginn að

eins og mara leggst hann yfir

en í litlu fuglshjarta

blómstra rauðir valmúar

í sólinni fyrir sunnan

Höfundur er félagsráðgjafi í Kópavogi.