FRÆNDUR okkar Svíar hafa engan hug á því að láta ofurhljómsveit sína, Abba, gleymast, en sveitin sigraði eins og allir vita í Evróvisjón-keppni fyrir margt löngu með lagið Waterloo.

FRÆNDUR okkar Svíar hafa engan hug á því að láta ofurhljómsveit sína, Abba, gleymast, en sveitin sigraði eins og allir vita í Evróvisjón-keppni fyrir margt löngu með lagið Waterloo. Í gær var opnuð sýning í Þjóðminjasafni Svía þar sem ferill hljómsveitarinnar ástsælu er rakinn í máli og myndum. Ýmsir munir á sýningunni munu eflaust gleðja gamla aðdáendur og aldrei að vita nema nýir bætist í hópinn, í það minnsta gætu þessar Abba-dúkkur höfðað til Svía í yngri kantinum.