Gestir í Eldhúsi sannleikans sl. föstudagskvöld voru Signý Sæmundsdóttir söngkona og Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Gestir í Eldhúsi sannleikans sl. föstudagskvöld voru Signý Sæmundsdóttir söngkona og Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Fiskisúpa

Signýjar

600 g silungsflök

150 g rækjur

5 dl mysa eða hvítvín

4 dl vatn

smjör til steikingar

1 laukur

3 gulrætur

1-2 vænir sellerístilkar

1/2 blaðlaukur

fiskikraftur

salt

sítrónupipar

2-3 hvítlauksrif, fínt söxuð

1 væn tsk. karrí

2 1/2 dl rjómi

steinselja til skrauts

ögn af hveiti

1. Sjóðið silunginn í mysu og vatni með örlitlu salti í ca 5 mín. Færið upp fiskinn og haldið heitum.

2. Grænmetið er skorið mjög smátt og steikt í smjöri. Þegar það er orðið mjúkt er marinn hvítlaukurinn settur saman við og allt krydd. Örlitlu hveiti stráð yfir.

3. Soðið af silungnum sett út í pott. Þegar suðan kemur upp er grænmetið sett út í og fiskikraftur eftir smekk. Sjóðið súpuna við vægan hita í 3-5 mín.

4. Setjið rjómann út í súpuna. Súpan soðin við mjög vægan hita í 5-6 mín. Þá eru rækjurnar settar í súpuna og svo silungurinn.

5. Súpan er skreytt með fínt saxaðri steinselju.

Með súpinni er borðað ólífubrauð eða eitthvert annað gott brauð að eigin smekk.

Kálfakjöt með

ítalskri sveiflu

Svona gerir Júlíus Vífill:

4 sneiðar kálfakjöt,

hver sneið 150-200 g

hveiti

salt og pipar (HERBAMARE kryddsalt)

175 g ókryddað brauðrasp

2 1/2 msk. smjör

4 sneiðar skinka

50 g parmesan ostur, grófrifinn

1 dl rjómi

4 msk., fínt söxuð steinselja

1 egg

1. Bankið út t með hnefanum. Kryddið hveitið með HERBA
MARE kryddsalti og pipar. Hrærið eggið saman í skál.

2. Veltið kálfakjötsneiðunum upp úr hveitinu og þá upp úr hrærðu egginu og að lokum upp úr brauðraspinu.

3. Steikið kjálfakjötið í smjörinu á pönnu.

4. Þegar búið er að steikja kjötið er það sett í eldfast fat.

5. Setjið skinkusneið á hverja kálfakjötsneið, setjið 1 msk. af rjóma á hverja sneið og sáldrið svo parmesanostinum yfir.

6. Setjið eldfasta fatið inn í vel heitan ofn eða undir grillið og bakið þar til kjötið er fallega brúnt.

7. Áður en rétturinn er borinn á borð er fínt saxaðri steinselju sáldað yfir hann. Með þessum rétti er gott að hafa soðið pasta, sítrónugeira og góða ólífuolíu.