Ég gat ekki séð þig í gegnum frostrósirnar og hélað gler Ég dró andann og blés og fallegar frostrósir hurfu En það gerir ekkert til því í hringnum birtist þú eins og...

Ég gat ekki séð þig

í gegnum frostrósirnar

og hélað gler

Ég dró andann og blés

og fallegar frostrósir hurfu

En það gerir ekkert til

því í hringnum birtist þú

eins og blóm

Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.