GEIR A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf. hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að láta af störfum, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Stjórnin hefur orðið við þeirri ósk.

GEIR A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf. hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að láta af störfum, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Stjórnin hefur orðið við þeirri ósk. Geir hefur verið forstjóri félagsins frá árinu 1987 og stýrt mikilli uppbyggingu þess og vill stjórnin þakka honum mjög farsælt starf í þágu félagsins. Stjórn Marels hf. hefur ráðið Hörð Arnarson framkvæmdastjóra vöruþróunar- og framleiðslusviðs Marel sem forstjóra félagsins.

Hörður er 38 ára rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Marel frá 1985.