SÝNINGIN Vetrarlíf 2000 verður um helgina í B&L og þar ber hæst frumsýningu á 2000-línunni af Arctic Cat vélsleðum.

SÝNINGIN Vetrarlíf 2000 verður um helgina í B&L og þar ber hæst frumsýningu á 2000-línunni af Arctic Cat vélsleðum.

Sýndur verður fjöldinn allur af Arctic Cat vélsleðum og þar ber hæst Arctic Cat Thundercat MC, sem er með 172 hestafla vél og aðeins 265 kg, svo og Arctic Cat ZR 6000 Blair Morgan í keppnisútfærslu, en Blair Morgan er núverandi heimsmeistari í "snowcross".

Einnig verða til sýnis jeppar frá Land Rover, og þar á meðal nýr Discovery í 35" útfærslu og Defender 130 á 35". Einnig vetrarstandsettir og sérútbúnir Renault- og Hyndai-bílar en þeim fylgir sérstakur vetrarpakki um helgina.

Að auki verður til sýnis það nýjasta í fjallgöngubúnaði, skíðabúnaði, göngubúnaði, útivistarbúnaði, isklifurbúnaði og margt fleira frá versluninni Útilífi.

Notaðir 4x4-bílar verða á sérstöku vetrarlífstilboði í Bílalandi B&L.