SJÖTTA skilningarvitið hefur sigrast á hákarlamyndinni Ófreskjunni eða "Jaws" og er komin yfir 260 milljónir dollara aðeins í Bandaríkjunum.

SJÖTTA skilningarvitið hefur sigrast á hákarlamyndinni Ófreskjunni eða "Jaws" og er komin yfir 260 milljónir dollara aðeins í Bandaríkjunum. Þar með er hún komin upp fyrir Ófreskjuna, sem er frá árinu 1975, í tólfta sæti yfir þær myndir í Bandaríkjunum sem hafa náð inn mestum aðgangseyri.

Chuck Viane, sem er yfir dreifingarfyrirtækinu Buena Vista, sagði að myndin hefði þegar náð framar öllum vonum enda hefði verið allt útlit fyrir þegar hún var frumsýnd að hún næði aðeins þriðja sætinu þá helgi. "Á þeim tíma hafði enginn hugmynd um að hún ætti eftir að gera það svona gott," sagði hann. Willis og leikstjóri Sjötta skilningarvitsins, Night Shyamalan, hafa þegar fallist á að gera aðra mynd saman þótt ekki sé ætlunin að það verði framhald á Sjötta skilningarvitinu.