Konráð Kristinn Konráðsson fæddist á Tjörnum í Sléttuhlíð 27. desember 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Pétursdóttir, f. 12. desember 1866, d. 8. desember 1958, og Konráð Karl Kristinsson, f. 17. janúar 1854, d. 30. mars 1945. Konráð var einn sex systkina sem komust til fullorðinsára. Konráð fluttist til Siglufjarðar um 1926 og giftist 31. desember 1935, Pálínu Önnu Ingimarsdóttur, f. 27. mars 1912, d. 30. nóvember 1998. Þau eignuðust fimm börn, Óskar Jón, f. 6. ágúst 1935, maki hans er Stefanía Eyjólfsdóttir, börn þeirra: Sonja Guðrún, Erla Konný og Óskar Páll, Óskar Jón á eina dóttur, Jóhönnu Maríu, af fyrra sambandi. 2) Kristinn Björn, f. 16. janúar 1940, maki hans er Kristín Þorgeirsdóttir. Börn þeirra: Anna, Pálína og Margrét. 3) Sigurður, f. 2. júní 1943, maki hans er Dagbjört Jónsdóttir. Börn þeirra: Konráð Jón, Auður og Ásþór. 4) Margrét Anna, f. 21. september 1945. 5) Guðmundur Gísli, f. 19. desember 1953, d. 6. desember 1985. Konráð bjó á Siglufirði til æviloka. Útför Konráðs fer fram frá Siglufjarðarkirkju 6. nóvember nk. og hefst athöfnin kl. 11.

ævi>