Okkur langar hér að minnast afa okkar, Njáls Andersen, sem nú er látinn.

Við viljum þakka honum fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman þegar við vorum lítil heima á Hásteinsvegi og gátum alltaf farið til hans og látið okkur líða vel hjá honum. Hjá afa var alltaf gott að vera því hann var svo skilningsríkur og hlýr. Nú er afi dáinn og við munum alltaf sakna hans. Við munum alltaf minnast hans sem okkar góða vinar. Það var dýrmætt að fá að eiga hann. Blessuð sé hans minning.

Vallý Ragnarsdóttir, Njáll Ragnarsson