Sorgarfregn barst okkur norðan úr Mývatnssveit. Hann Geiri í Ytri-Neslöndum, glaðbeitti, duglegi drengurinn, lætur lífið við störf á Mývatni á heimaslóð, ásamt tveimur öðrum, þegar óveður brestur snögglega á.

Enn einu sinni erum við minnt á hvað náttúruöflin eru óvægin við okkur, sem búum í þessu fagra landi.

Minningar eigum við margar og góðar frá Neslöndum, sem við geymum um ókomna tíð.

Blessuð sé minning bræðranna Sigurgeirs og Stefáns Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Stínu, Stebba, systkina og fjölskyldu.

Sólveig, Axel Sigurður og Jóhann