Kjartan Ögmundsson fæddist að Kaldárhöfða, Grímsnesi, 10. maí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 30. október s.l. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Guðmundsdóttir, frá Efra-Apavatni, f. 27.05. 1884, d. 18.08. 1951 og Ögmundur Jónsson, bóndi í Kaldárhöfða, f. 8.2. 1874, d. 15.10. 1940. Kjartan átti þrjá bræður, þá Guðmund Ragnar f. 7.1. 1917, d. 23.12. 1952, Jón Sölva f. 25.11. 1917, d. 4.12. 1978 og Óskar f. 2.6. 1923, d. 6.4. 1997.

Kjartan kvæntist 8. ágúst 1959 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Bjarnadóttur, f. 5.6. 1923, en hún átti þrjú börn af fyrra hjónabandi: Guðmund Guðmundsson f. 15.4. 1941, maki Þórdís Skarphéðinsdóttir f. 20.11. 1942, þeirra börn Sveinbjörn og Guðrún. Bjarna Guðmundsson f.15.5. 1942, maki Inga Karólína Guðmundsdóttir f. 17.8. 1943, þeirra börn Heimir, Dagný og Hafdís. Önnu Guðmundsdóttur f. 30.1. 1950, maki Erlendur Ragnar Kristjánsson f. 12.3. 1944, þeirra börn Benedikt, Fjóla og Erla. Auk þeirra ólst upp á heimili þeirra frá unga aldri Bára Guðnadóttir, f. 8.9. 1947, maki Erling Ragnarsson f. 25.10. 1948 (þau skildu), þeirra börn Ingvar, Steinar Örn og Erla Sigríður. Kjartan og Inga eignuðust soninn Elís Kjartansson, lögreglumann, f. 24.11. 1963. Kona hans er Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, sölumaður fasteigna, f. 4.8. 1964. Hún er dóttir Björns Stefánssonar, f. 28.10. 1943 og Huldu B. Lúðvíksdóttur f. 8.7. 1945 en Ragnheiður ólst upp hjá hjónunum Þorkeli Á. Guðbjartssyni f. 7.10. 1915, d. 9.10. 1981 og Ragnheiði Kr. Björnsdóttur, f. 13.1. 1920. Börn Elísar og Ragnheiðar eru Kjartan Björn, f. 20.9. 1991, Kristín Inga, f. 6.2. 1997 og Dagur Snær, f. 2.5. 1999.

Kjartan ólst upp í Kaldárhöfða en fór ungur að árum á vertíðar á Suðurnesjum milli þess sem hann sinnti bústörfum að Kaldárhöfða. Hann starfaði um árabil sem ýtustjóri í jarðvinnuframkvæmdum í Grímsnesi og víðar, hann starfaði einnig nokkur ár á Landbúnaðarverkstæði KÁ, Selfossi þar til hann hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna en þar starfaði hann sem mjólkurbílstjóri í tæpa fjóra áratugi þar til hann lét af störfum 1989 vegna aldurs. Kjartan var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Tryggva, Selfossi og tók virkan þátt í starfi hennar um árabil, einnig var hann virkur félagi í starfi Rauða krossins og Félagi eldri borgara síðasta áratuginn.

Útför Kjartans Ögmundssonar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

ævi>