EIGENDUR Kersins í Grímsnesi gengu í fyrrakvöld að kauptilboði af hálfu Óskars Magnússonar, fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags. Að sögn Braga Halldórssonar, fulltrúa eigenda Kersins, er kaupverð trúnaðarmál.

EIGENDUR Kersins í Grímsnesi gengu í fyrrakvöld að kauptilboði af hálfu Óskars Magnússonar, fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags.

Að sögn Braga Halldórssonar, fulltrúa eigenda Kersins, er kaupverð trúnaðarmál. Grímsneshreppur og ríkið, sem eiga forkaupsrétt að landinu, hafa frest fram á föstudag í næstu viku til að svara því hvort gengið verði inn í tilboðið.

Eigendur eignarhaldsfélagsins um Kerið eru auk Óskars bræðurnir Sigurður Gísli Pálmason og Jón Pálmason, gjarnan kenndir við Hagkaup.