Sigurfinnur Jónsson
Sigurfinnur Jónsson
HÁSPENNA lífshætta - Sigurfinnur Jónsson skotveiðimaður er lífsreynslusaga skrásett af Árna Gunnarssyni .
HÁSPENNA lífshætta - Sigurfinnur Jónsson skotveiðimaður er lífsreynslusaga skrásett af Árna Gunnarssyni .

Í fréttatilkynningu segir að Saga Sigurfinns Jónssonar sé hrífandi og spennuþrungin lífsreynslusaga manns sem margsinnis hefur vegið salt á ystu brún hengiflugs, á milli lífs og dauða. Með ótrúlegum sjálfsaga hafi honum tekist að þjálfa sig upp eftir líkamleg örkuml af völdum 11.000 volta háspennustraums sem fæstir hefðu lifað af.

Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 222 bls. prentuð í Steindórsprenti-Gutenberg. Umbrot: Mál og mynd. Bókband: Félagsbókbandið-Bókfell. Kápugerð: Guðjón Ketilsson. Verð: kr. 3.990.