GRÝLUSAGA er ævintýri fyrir börn í bundnu máli og myndum eftir Gunnar Karlsson myndlistarmann, og er þetta hans fyrsta bók.
Í fréttatilkynningu segir: Grýlusaga segir frá afa þegar hann og hvernig hann lenti í pokanum hennar Grýlu. Með kænskubrögðum tókst honum að sleppa frá potti Grýlu og Leppalúða en samskipti hans við þau hjón ollu sannarlega straumhvörfum í lífi hans.
Dregin er upp mynd af Grýlu sem gamalli, stórskorinni konu, jafnvel meinlausri. Það er ekki sú Grýla sem æddi um sveitir Íslands á dögum afa og ömmu, hlustaði eftir frekjugólum og ólátum barna.
Bókina er tileinkuð Fannari Bjarka Ólafssyni (1993-199), og mun hluti ágóðans renna til styrktar langveikum börnum.
Sérstakur Grýluvefur hefur verið opnaður á www.skripo.is.
Útgefandi er Skrípó. Bókin er 32 bls., prentuð í Odda. Verð: 1.880 kr.