9. janúar 2000 | Íþróttir | 123 orð

Elías aðstoðarþjálfari ÍBV

Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV hefur ráðið Elías J. Friðriksson aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Elías verður því aðstoðarmaður Kristins R. Jónssonar, sem var sem kunnugt er ráðinn aðalþjálfari ÍBV síðastliðið haust.
Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV hefur ráðið Elías J. Friðriksson aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Elías verður því aðstoðarmaður Kristins R. Jónssonar, sem var sem kunnugt er ráðinn aðalþjálfari ÍBV síðastliðið haust.

Elías er sjúkraþjálfari að mennt og starfaði sem slíkur í kringum liðið sumarið 1998 þegar ÍBV varð Íslands- og bikarmeistari. Hann lék í mörg ár með meistaraflokki ÍBV og hefur einnig þjálfað töluvert, m.a. 2. flokk ÍBV 1997. Hann mun sjá um þjálfun meistaraflokkshópsins sem er í Eyjum, en Kristinn sér um æfingar hjá hópi liðsins í Reykjavík í vetur.

Þá hefur stjórn knattspyrnudeildar ÍBV ráðið Björgvin Eyjólfsson til að sjá um meðhöndlun á meiðslum leikmanna ÍBV jafnframt því að sjá um fyrirbyggjandi aðgerðir svo og uppbyggingu á leikmönnum sem eru að stíga upp úr meiðslum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.