12. janúar 2000 | Íþróttir | 133 orð

GUNNAR Einarsson, knattspyrnumaður hjá Roda í...

GUNNAR Einarsson, knattspyrnumaður hjá Roda í Hollandi, hefur verið leigður til enska 2. deildarliðsins Brentford út þetta tímabil.
GUNNAR Einarsson, knattspyrnumaður hjá Roda í Hollandi, hefur verið leigður til enska 2. deildarliðsins Brentford út þetta tímabil. Gunnar er þegar kominn til Englands og reiknað er með að hann leiki sinn fyrsta leik með liðinu um næstu helgi gegn Oldham á útivelli.

Gunnar er 23 ára varnarmaður sem lék með Val á sínum tíma og hefur verið á samningi hjá Roda frá ársbyrjun 1997. Hann hefur þó ekkert leikið með liðinu og verið leigður til annarra hollenskra félaga, MVV Maastricht og Venlo. Í vetur hefur Gunnar verið í herbúðum Roda en mátt sætta sig við að sitja á varamannabekknum eða utan hans þar sem félagið keypti belgískan landsliðsmann í stöðu hægri bakvarðar.

Hjá Brentford hittir Gunnar fyrrum félaga sinn úr Val og 21-árs landsliðinu, Ívar Ingimarsson, sem einmitt æfði með Gunnari hjá Roda í haust.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.