LÍÐAN fyrirbura, sem kom til landsins sl. föstudagskvöld, ásamt foreldrum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Phoenix í Arizona, er góð.

LÍÐAN fyrirbura, sem kom til landsins sl. föstudagskvöld, ásamt foreldrum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Phoenix í Arizona, er góð.

Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á barnadeild Landspítalans, segir að stúlkubarnið hafi fæðst þremur mánuðum fyrir tímann. Barnið gekk í gegnum alla sína meðferð í Phoenix en það er nú um átta vikna gamalt. Stúlkubarnið var talsvert mikið veikt og þurfti mikla hjálp. Atli segir að meðferðin hafi gengið vel í Bandaríkjunum. Stúlkan þurfti ekki aukasúrefni eftir að hún kom til Íslands. Foreldrar stúlkunnar voru við nám í Phoenix þegar stúlkan fæddist en höfðu ráðgert að vera komin til Íslands áður en að því kæmi. Sjúkrahúskostnaður er gífurlega hár í Bandaríkjunum og segir Atli að reikna megi með að dagurinn kosti á bilinu hálfa til eina milljón króna.