STEFAN Kretzschmar, landsliðsmaður Þýskalands og samherji Ólafs Stefánssonar hjá handknattleiksliðinu Magdeburg, kom heldur betur á óvart í viðtali við mánaðarritið GQ . Þar lýsir Kretzschmar því yfir að leyfa eigi maríjúna og taka það af bannlistum.
STEFAN Kretzschmar, landsliðsmaður Þýskalands og samherji Ólafs Stefánssonar hjá handknattleiksliðinu Magdeburg, kom heldur betur á óvart í viðtali við mánaðarritið GQ. Þar lýsir Kretzschmar því yfir að leyfa eigi maríjúna og taka það af bannlistum.

Yfirlýsing þessi hefur vakið mikla athygli og ljóst að hún getur dregið dilk á eftir sér. Kretzschmar lýsir yfir í viðtalinu að hann hafi oft

reykt maríjúna, en sé nú hættur öllu slíku eftir að leikmenn voru reglulega settir í lyfjapróf og fíkniefnið væri komið á bannlista.