UM 80% fleiri gestir sóttu Grafarvogslaug árið 1999, en árið þar á undan, eða um 179 þúsund í stað 101 þúsund árið 1998.
UM 80% fleiri gestir sóttu Grafarvogslaug árið 1999, en árið þar á undan, eða um 179 þúsund í stað 101 þúsund árið 1998. Laugardalslaug ber hinsvegar höfuð og herðar yfir aðra sundstaði borgarinnar hvað aðsókn snertir en þangað komu alls rúmlega 535 þúsund gestir í fyrra og fjölgaði um 35 þúsund frá árinu á undan.

Lítilsháttar fjölgun varð í Klébergslaug sem var opnuð í hittiðfyrra. Árið 1998 komu 7.539 gestir í hana en ári síðar 8.070. Þá jókst aðsókn í Árbæjarlaug úr 387 þúsund heimsóknum í 393 þúsund milli áranna 1998 og 1999.

Að Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug hefur hins vegar aðsókn minnkað milli áranna 1998 og 1999.

Í Hafnarfirði var heildaraðsókn aðsundstöðum í fyrra alls 299.952 heimsóknir en 275.155 árið 1998. Árleg aðsókn á íbúa Hafnarfjarðar var 15,8 sinnum í fyrra.