Í dag er fimmtudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Vitnisburðir þínir eru harla áreiðanlegir, húsi þínu hæfir heilagleiki, ó, Drottinn, um allar aldir.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Hríseyjan, Tjaldur og Skafti koma í dag. Triton og Brúarfoss fara í dag.

Fréttir

Ný Dögun, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Símatími á fimmtud. kl. 18-20 í síma 861-6750, lesa má skilaboð inn á símsvara utan símatíma. Símsvörun er í höndum fólks sem reynslu hefur af missi ástvina.

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Margt góðra muna. Ath.! Leið tíu gengur að Kattholti.

Félag frímerkjasafnara. Opið hús alla laugardaga kl. 13.30-17 nema fyrir stórhátíðir. Þar geta menn fræðst um frímerki og söfnun þeirra. Þar liggja frammi helstu verðlistar og handbækur um frímerki.

Mannamót.

Aflagrandi 40. Enska í dag kl. 10-11 og 11-12. Þorrablót verður haldið föstudaginn 5. febrúar, húsið opnað kl. 18, þorrahlaðborð. Herdís Egilsdóttir flytur minni karla og Gunnar Eyjólfsson leikari flytur minni kvenna. Guðrún Símonardóttir les ljóð. Fjöldasöngur undir stjórn Árilíu, Hans og Hafliða. Geirfuglarnir skemmta, Hjördís Geirs leikur fyrir dansi. Skráning í afgreiðslu í Aflagranda 40, sími 562-2571. Í tilefni 10 ára afmælis stöðvarinnar verður föstudaginn 28. janúar bingó með góðum vinningum. Alda Ingibergsdóttir óperusöngkona syngur.

Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-16.30 handavinna kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan.

Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-16 hárgreiðsla, kl. 8.30-14.30 böðun, kl. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-16 fótaaðgerð, kl. 9-12 glerlist, kl. 9.30-11 kaffi/dagblöð, kl. 9.30-16 almenn handavinna, kl. 11.15 hádegisverður, kl. 13-16 glerlist, kl. 15 kaffi. Þorrablót verður föstudaginn 28. janúar og hefst með borðhaldi kl. 18, salurinn opnaður kl. 17.30. Alda Ingibergsdóttir, sópran, syngur. Jónína Kristjánsdóttir les smásögu. Villi Jón og Hafmeyjarnar syngja og stjórna fjöldasöng. Í góðum gír (Ragnar Leví) leikur fyrir dansi. Uppl. og skráning í s. 568-5052.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10-13, matur í hádeginu. Brids í sal kl. 13, bingó í kvöld kl. 19.15. Leikhópurinn Snúður og Snælda mun frumsýna leikritið Rauðu klemmuna sunnudaginn 6. febrúar kl. 16, 15. Fyrirhugaðar eru ferðir til Mið-Evrópu og Norðurlanda í vor og sumar. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 588-2111 frá kl. 9-17.

Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ. Fótsnyrting kl. 9-13, boccia kl. 10.20-11.50, leikfimi, hópur 2, kl. 12- 12,45, keramik og málun kl. 13-16, spilakvöld í Garðaholti kl. 20. Boðið upp á akstur fyrir þá sem fara um lengri veg. Uppl. um akstur í síma 565-7122.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 11.30 hádegismatur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffi.

Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, leirmunagerð og glerskurður, kl. 9.45 verslunarferð í Austurver, kl. 12 hádegismatur, 13.15 leikfimi kl. 14 samverustund, kl. 15, kaffi.

Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, kl. 9.25. kennari Edda Baldursdóttir.

Kl. 10.30 helgistund umsjón Lilja Hallgrímsdóttir, djákni. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn, m.a. perlusaumur, umsjón Kristín Hjaltadóttir. Veitingar í teríu. Myndlistarsýning Guðmundu S. Gunnarsdóttur stendur yfir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7700.

Gjábakki

, Fannborg 8. Leikfimi 9.05 9.50 og 10.45, Handavinnnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15. kl. 9.30 og kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 14. boccia. Vetrardagskráin liggur frammi.

Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10 jóga, handavinnustofan opin frá kl. 13-17.

Hraunbær 105. Kl. 9-16.30 opin vinnustofa kl. 9-14 bókband og öskjugerð, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 9.30-10.30 boccia, kl. 12 matur, kl. 14 félagsvist.

Hæðargarður 31. Kl. 9 kaffi, kl. 9-16.30 vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 11.30 hádegisverður, kl. 13.30-14.30 bókabíll, kl. 15 kaffi.

Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla og opin handavinnustofan hjá Sigrúnu, kl. 10 boccia, kl. 13 fjölbreytt handavinna hjá Ragnheiði, kl. 14 félagsvist, kaffiveitingar og verðlaun.

Norðurbrún 1. Kl. 9-16.30 smíðastofan opin, Hjálmar, kl. 9-16.45 hannyrðastofan opin, Astrid Björk. Messa í dag kl.10.30, prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Þorrablót verður haldið föstudaginn 4. febrúar. Nánar auglýst síðar.

Vesturgata 7. Kl. 9 kaffi, kl. 9-16 hárgreiðsla, kl. 9.15-16 aðstoð við böðun, kl. 9.15-16 almenn handavinna, kl. 10-11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kóræfing, kl. 14.30 kaffi.

Þorrablót verður haldið fimmtudaginn 3. febrúar, húsið opnað kl. 17.30. Laugardaginn 29. janúar verður verkefnið "kynslóðirnar mætast 2000" kynnt í opnu húsi kl. 14-17 í félagsþjónustumiðstöðinni Vesturgötu 7, í tilefni af opnunarhátíð Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Vegna undirbúnings verður þjónustumiðstöðin lokuð föstud. 28. jan. nema fyrir matargesti.

Vitatorg. Kl. 9-12 smiðjan, kl. 9.30-10 stund með Þórdísi, kl. 10-12 gler og myndmennt kl. 10-11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 13-16 handmennt, almenn, kl. 13-16.30 spilað, kl. 14-15 leikfimi, kl. 14.30 kaffi.

Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Spiluð verður félagsvist laugardaginn 29. jan. á Hallveigarstöðum kl. 14. Þorrablót verður kl. 15. Tilkynna þarf þátttöku á þorrablótið í síma 553-8174.

Brids-deild FEBK í Gullsmára. Næstu vikur verður spilaður tvímenningur alla mánudaga og fimmtudaga í Gullsmára 13. Mætið vel fyrir kl. 13.

Félag áhugafólks um íþróttir aldraða. Leikfimin í Bláa salnum (Laugardalshöll) er á mánud. og fimmtud. kl. 14.30. Kennari Margrét Bjarnadóttir. Allir velkomnir.

GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, Reykjavík og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30.

Húnvetningafélagið

Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl 20.00. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra, Kópavogi. Leikfimi í dag kl. 11.20 í safnaðarsal Digraneskirkju.

Kvenfélag Kópavogs. Hátíðarfundur verður fimmtudaginn 27. janúar kl. 19.30 í Gullsmára 13. Miðar við innganginn.

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Almennur félagsfundur verður í kvöld í MÍR-salnum,Vatnsstíg 10 (bakhús) kl. 17-19 ATH! breyttan tíma. Fundarefni 1) fjölmenni og friður, frummælendur: Guðrún Pétursdóttir og Katrín Thuyngo, 2) undirbúningur fyrir aðalfund.

Mosfellsbær, eldri borgarar. Bíóferð verður mánudaginn 31. janúar kl. 17 að sjá Ungfúin góða og húsið. Leikhúsferð verður farin fimmtudaginn 10. febrúar að sjá Gullna hliðið. Þátttaka tilkynnist til Svanhildar í síma 525-6714 fyrir hádegi og í síma 586-8014 eftir hádegi. heimasími 566-8014.

Styrkur og ný rödd.

Þorrablót verður haldið laugardaginn 29. janúar í Skógarhlíð 8. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala í dag kl. 16-18 í Skógarhlíð 8. Hljómsveitin Caprí leikur fyrir dansi.

Minningarkort

Minningarkort Foreldra og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæfingadeild Landspítalans, Kópavogi (fyrrum Kópavogshæli), sími 560-2700 og á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, sími 551-5941, gegn heimsendingu gíróseðils.