Elian Gonzalez
Elian Gonzalez
KÚBVERSKI flóttadrengurinn Elian Gonzalez, sem fannst á reki á gúmmíslöngu undan strönd Flórída í lok síðasta árs, hitti ömmur sínar á Miami í gær. Engir aðrir voru viðstaddir fundinn.
KÚBVERSKI flóttadrengurinn Elian Gonzalez, sem fannst á reki á gúmmíslöngu undan strönd Flórída í lok síðasta árs, hitti ömmur sínar á Miami í gær. Engir aðrir voru viðstaddir fundinn.

Faðir Elians hafði óskað eftir því að ömmurnar hefðu farsíma með sér á fundinn svo að hann og aðrir ættingjar á Kúbu gætu talað við Elian. Ættingjar drengsins á Miami, sem vilja að hann fái bandarískan ríkisborgararétt, voru sagðir áhyggjufullir vegna fundarins, en þeir höfðu áður boðið þeim Raquel Rodriguez og Marielu Quintana að hitta Elian á heimili sínu.

Ljóst þykir að Elian muni ekki fá að fara með ömmum sínum heim til Kúbu en þær héldu til Bandaríkjanna sl. föstudag til að reyna að hafa áhrif á gang forræðisdeilunnar.