NÍU sækja um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur en staðan var auglýst laus til næstu fjögurra ára 19. desember síðastliðinn. Umsækjendur eru Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson, Halldór E.
NÍU sækja um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur en staðan var auglýst laus til næstu fjögurra ára 19. desember síðastliðinn.

Umsækjendur eru Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson, Halldór E. Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hlín Agnarsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Páll Baldvin Baldvinsson og Þórhildur Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfinu síðan árið 1996. Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar.

Ellert Ingimundarson, varaformaður leikhúsráðs LR, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðtöl yrðu höfð við hvern og einn umsækjanda og niðurstöðu um hver þeirra hlyti stöðuna yrði að vænta í seinni hluta febrúarmánaðar.