STAÐARDAGSKRÁ 21 byggir á hugmyndafræði um heildræna hugsun í umhverfismálum. Hún er heildaráætlun um þróun hvers og eins samfélags á 21. öld og byggir á samþykktum Ríó-ráðstefnunnar árið 1992.
STAÐARDAGSKRÁ 21 byggir á hugmyndafræði um heildræna hugsun í umhverfismálum. Hún er heildaráætlun um þróun hvers og eins samfélags á 21. öld og byggir á samþykktum Ríó-ráðstefnunnar árið 1992.

Staðardagskrá er ætlað að vera eins konar forskrift að sjálfbærri þróun og lýsa því hvernig samfélagið ætlar að tryggja komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.

Auk umhverfismála er áætluninni ætlað að taka tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta enda verði umhverfismál aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, og skoða beri áhrif manna á umhverfi sitt í víðu samhengi.

Þessi lýsing er byggð á upplýsingum á vefsíðu Staðardagskrár 21 á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, samband.is.